Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skuldavandi heimilana.

Verður enginn nema ég uppgefinn á að heyra þessar stanslausu fréttir um að einhverja lausn. Maður vinnur og vinnur, borgar og borgar en skuldirnar hækka og hækka.

Svo les maður sögur um fólk sem á peninga, það fær lánaða peninga í bankanum til að græða á herlegheitunum. Ætti bankinn einhverja peninga til að lána ef hann hefði ekki fengið húsnæðislánin á hálfvirði og búið þannig til eign! :)


mbl.is Skuldavandi heimilanna ræddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturvirk lög!!!

Ánægja mín yfir að ríkisstjórnina ætli að setja afturvirk lög á gjaldeyrislán á sér enginn takmörk!!!

Ímyndið ykkur á hvað er hægt að setja svoleiðis lög! 

T.d. oftekinn laun úr gjaldþrota fyrirtækjum (bankarnir lána fyrirtækjum peninga og þeir borga sér þá beint út sem laun)! 

Stím málið þar fékk einhver stóra peningafjárhæð og þarf ekki að borga hana vegna mistaka bankastarfsmanns.

Oftekinn laun bankastjórana, eða finnst elnhverjum að þeir eigi þá peninga skilið!

Innistæðutryggingar nokkura % þjóðarinnar, afhverju tapa þeir ekki eins og aðrir. Lögin voru skýr hvað þetta mál varðar!

Nei á meðan þetta er aðalmálið þá stinga þeir eignum undan og kaupa allt sem tönn á festir með vaxta og verðbóta peniningum frá okkur!!!!

Afturvirk fyrningarlög, ekkert sem gerðist eftir árið 2000 fyrnist fyrr en allt hrunið er uppgert!!!


Lífeyrissjóðurinn minn

Er að spá í að fara á aðlfund í lifeyrissjóðnum(GILDI) mínum á miðvikudaginn. Þeir hafa tapað 23 milljörðum á síðustu tveimur árumAngry.

Þeir fjárfestu í Kaupþingi fram á síðustu stundu fyrir hrun. Einn starfsmaður þeirra fékk að fara í"LAX" í boði Kaupþings, mikið eiga þessar blessuðu laxferðir eftir að kosta þjóðina mikið af peningum.

Legg til að laxastofnunum verði bara útrýmtErrm!!! Venjulegt fólk fær aldrei að veiða þetta og þetta er misnotað svona!!! Crying

Nei að öllu gríni slepptu þá væri fróðlegt að heira hvernig þetta er útskýrt og láta rödd sína heyrast!! Ömurlegt að lífeyririnn skulu vera skertur um 17% á tveimur árumAngry 

 


Aukum kvótann!!

Það á að auka þorskkvótann um 50.000 tonn!!!

Af hverju?

Það hefur ekki verið svona mikill fiskur í sjónum síðan ég byrjaði til sjós 1986!

Alveg sama hvar sett er út veiðarfæri alls staðar er þorskur!

Við þurfum atvinnu handa fjölda fólks!

Það skapar auknar útflutningstekjur og meiri skatttekjur!

Aukum kvótann, láta landa allri aukningunni á heimamarkað, þannig að það skapi atvinnu fyrir fólk á Íslandi.


Um bloggið

Skúli Kristinn Skúlason

Höfundur

Skúli Kristinn Skúlason
Skúli Kristinn Skúlason
Ég er 42. ára gamall, sjómaður á Fróða II. giftur Dagbjörtu Hannesdóttir og eigum við þrjá syni, 18, 16 og 10 ára. Áhugamálin eru pólitík, golf, enska knattspyrna og að eiga góðar stundir með fjölskyldunni.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband